Þriggja marka tap í Garðabæ

Hafþór Már var markahæstur með sjö mörk
Hafþór Már var markahæstur með sjö mörk

Akureyri Handboltafélag mátti sætta sig við tap þegar strákarnir okkar heimsóttu lærisveina Rúnars Sigtryggssonar í Stjörnunni í 9.umferð Olís-deildarinnar.

Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik en okkar menn leiddu með einu marki í leikhléi, 13-14. Leikurinn var áfram jafn þar til um miðjan síðari hálfleik þegar heimamenn sigu fram úr og munaði þar helst um frábæra markvörslu Sveinbjörns Péturssonar en hann varði mörg dauðafæri á þessum kafla sem Garðbæingar nýttu til að búa til forystu og lauk leiknum með þriggja marka sigri Stjörnunnar, 29-26.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis.

Smelltu hér til að skoða tölfræði í boði HB Statz.

Næsti leikur Akureyrar er næstkomandi sunnudag þegar FH kemur í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri. Hefst leikurinn klukkan 16:00.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira