Tíu efnilegir framlengja

Glæsilegir hópur ungra manna
Glæsilegir hópur ungra manna

Akureyri Handboltafélag hefur undirritað leikmannasamninga við tíu unga leikmenn. Um er að ræða mikilvægt skref í framtíðaruppbyggingu félagsins enda um afar efnilega pilta að ræða. Allir samningarnir eru til tveggja ára.

Leikmennirnir tíu léku allir stórt hlutverk hjá Akureyri U sem hafnaði í 4.sæti 2.deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Þá hafa nokkrir af þessum leikmönnum þegar stigið sín fyrstu skref með aðalliði félagsins.

Jóhann Geir Sævarsson, Hilmir Kristjánsson, Haukur Brynjarsson og Þórður Tandri Ágústsson komu allir við sögu í Grill 66-deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Leikmennirnir sem um ræðir

Þórður Tandri Ágústsson (Línumaður)
Haukur Valtýsson (Skytta)
Halldór Yngvi Jónsson (Línumaður)
Hafþór Ingi Halldórsson (Hornamaður)
Sigurður Kristófer Skjaldarsson (Leikstjórnandi)
Haukur Brynjarsson (Markvörður)
Reynir Ómarsson (Skytta)
Jóhann Geir Sævarsson (Hornamaður)
Björgvin Helgi Hannesson (Markvörður)
Hilmir Kristjánsson (Hornamaður)


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira