Ungmennaliðið burstaði Aftureldingu

Mosfellingar fundu ekki oft leiðina framhjá Hauki Brynjarssyni í dag
Mosfellingar fundu ekki oft leiðina framhjá Hauki Brynjarssyni í dag

Akureyri U vann öruggan 13 marka sigur á Aftureldingu U í 2.deild karla í dag þegar liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Sigur okkar drengja var aldrei í hættu og eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðirnir töluverðir. Staðan í leikhléi var 17-11 fyrir Akureyri U og fór að lokum svo að Akureyri U vann með 34 mörkum gegn 21 marki Mosfellinga.

Sigurinn kemur Akureyri U í 12 stig og situr liðið þar með í 4.sæti deildarinnar en á tvo leiki til góða á Selfoss U sem er í 3.sæti deildarinnar. Um næstu helgi leika okkar drengir tvo leiki þegar þeir halda suður yfir heiðar og leika gegn HK U og Aftureldingu U.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í 2.deild karla.

Á föstudag átti 3.flokkur karla heimaleik en þeir leika í A-deild og hafa átt erfitt uppdráttar í vetur en miklar framfarir hafa verið á spilamennsku liðsins að undanförnu og gerðu þeir 31-31 jafntefli við FH í hörkuleik í íþróttahúsinu í Síðuskóla.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í A-deild 3.flokks karla.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira