Ungmennaliðið hafnaði í 3.sæti 2.deildar

Fínn vetur að baki hjá Akureyri U
Fínn vetur að baki hjá Akureyri U

2.deild karla lauk í dag með leik ungmennaliða Akureyrar og Fjölnis í Íþróttahöllinni á Akureyri en um var ræða úrslitaleik um hvort liðið myndi tryggja sér farseðil í Grill 66-deildina á næstu leiktíð.

Grafarvogspiltar reyndust sterkari í dag og unnu öruggan sjö marka sigur, 23-30, eftir að staðan í leikhléi var 12-13. Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.

Okkar drengir ljúka þar með keppni í 3.sæti deildarinnar en liðið sigraði níu leiki og tapaði fimm. 

Þjálfarar Akureyrar U eru Halldór Örn Tryggvason og Valþór Atli Guðrúnarson.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira