Ungmennaliðið með öruggan sigur á Selfyssingum

13 marka leikur hjá Jóa
13 marka leikur hjá Jóa

Ungmennalið Akureyrar Handboltafélags vann sex marka sigur á Selfyssingum í Íþróttahöllinni á Akureyri en liðin áttust við í 2.deild karla í kvöld.

Okkar drengir áttu ekki í teljandi vandræðum með jafnaldra sína frá Selfossi en staðan í hálfleik var 16-11, Akureyri U í vil. Svipaður munur hélst á liðunum og fór að lokum svo að Akureyri U vann sex marka sigur, 31-25.

Markaskorarar Akureyrar U: Jóhann Geir Sævarsson 13, Aron Ingi Heiðmarsson 4, Sigmar Pálsson 3, Sigurður Már Steinþórsson 3, Hrannar Ingi Halldórsson 3, Þórður Tandri Ágústsson 2, Hafþór Ingi Halldórsson 1, Hilmir Kristjánsson 1, Haukur Brynjarsson 1.

Haukur Brynjarsson og Björgvin Helgi Hannesson sáu um að verja mark Akureyrar U í leiknum.

Halldór Örn Tryggvason og Valþór Atli Guðrúnarson þjálfa ungmennaliðið sem situr nú í 3.sæti deildarinnar.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira