Upphitun: Afturelding - Akureyri

Akureyri Handboltafélag heimsækir Aftureldingu í 15.umferð Olís-deildar karla sunnudaginn 10.febrúar og hefst leikurinn klukkan 16:00 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ.

Afturelding situr í 5.sæti deildarinnar með 15 stig eftir fjórtán leiki en liðið hefur unnið 6 leiki (Stjörnuna x2, ÍR, Val, KA og Gróttu) gert 3 jafntefli (Selfoss, ÍBV og FH) og tapað 5 (Akureyri, Haukar, Fram, ÍR og Selfoss).


Akureyri varð fyrsta liðið til að leggja Aftureldingu að velli í vetur þegar okkar menn unnu sinn fyrsta sigur í 4.umferð deildarinnar þann 7.október síðastliðinn í Íþróttahöllinni á Akureyri. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Akureyrar, 25-22 eftir að staðan í leikhléi var 14-11. Ihor Kopyshynskyi var atkvæðamestur hjá okkur með sjö mörk en línumaðurinn öflugi, Einar Ingi Hrafnsson, var markahæstur Mosfellinga með sex mörk.

Elvar Ásgeirsson er markahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur með 74 mörk í 14 leikjum en næstur á eftir honum í markaskorun er örvhenta skyttan Birkir Benediktsson með 61 mark í 14 leikjum.

Þjálfari Aftureldingar er Einar Andri Einarsson sem áður þjálfaði FH. Honum til aðstoðar er Ásgeir Jónsson sem er okkur að góðu kunnur en hann var hluti af leikmannahópi AHF frá 2011-2013.

Í liði Aftureldingar er einn fyrrum leikmaður Akureyrar en það er Gunnar Malmquist Þórsson sem fór í gegnum yngstu flokka Þórs áður en hann fluttist suður og lék með Val þar til hann kom svo heim og lék 22 leiki með Akureyri í efstu deild veturinn 2013-2014.

Hægt verður að fylgjast með leiknum á Afturelding TV en við hvetjum alla Akureyringa sem verða staddir á höfuðborgarsvæðinu til að líta við í Mosfellsbæ og styðja okkar menn til sigurs.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira