Upphitun: Akureyri - Fram

Ungmennaliðið hitar upp fyrir stórleik helgarinnar
Ungmennaliðið hitar upp fyrir stórleik helgarinnar

Akureyri Handboltafélag fær Fram í heimsókn í 16.umferð Olís-deildarinnar laugardaginn 23.febrúar og hefst leikurinn klukkan 17:00 í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Fram er í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig eftir 15 leiki en liðið hefur unnið þrjá leiki (KA, Akureyri og Afturelding), gert eitt jafntefli (Valur) og tapað ellefu leikjum (FH x2, Haukar x2, Grótta, Stjarnan, ÍR, Selfoss, ÍBV, Valur og KA).

Aðeins eitt stig er á milli okkar manna í 10.sætinu og Fram en eitt mark skildi liðin að fyrr í vetur þegar við heimsóttum Fram í Safamýri. Þá höfðu þeir betur, 26-25, eftir dramatískar lokamínútur. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur okkar manna með sex mörk en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var atkvæðamestur Framara með sjö mörk. Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Þorsteinn Gauti er einmitt markahæsti leikmaður Fram í Olís-deildinni í vetur með 82 mörk í 15 leikjum. Næstir á eftir honum í markaskorun eru leikstjórnandinn Þorgrímur Smári Ólafsson og vinstri hornamaðurinn Andri Þór Helgason með 50 mörk hvor.

Þjálfari Fram er Guðmundur Helgi Pálsson sem þjálfað hefur liðið undanfarin ár en hann lék með Fram á árum áður.

Vart þarf að fjölyrða um mikilvægi leiksins fyrir bæði lið. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt í Höllina og því verður Akureyri TV ekki með útsendingu frá leiknum.

Höllin opnar klukkutíma fyrir leik og geta áhorfendur gætt sér á pylsum og svala, þeim að kostnaðarlausu.

Oft er þörf fyrir stuðningi áhorfenda en nú er nauðsyn. Okkar menn þurfa á þér að halda í stúkunni á laugardag að styðja Akureyri til sigurs í þessum mikilvæga leik.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira