Upphitun: Akureyri - Stjarnan U

ATH - Frestun á leiknum. Réttur leiktími er laugardagurinn 24.febrúar klukkan 13:30.

Akureyri Handboltafélag fær ungmennalið Stjörnunnar í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri laugardaginn 24.febrúar. Leikurinn hefst klukkan 13:30 en húsið opnar klukkutíma fyrr þar sem hægt verður að versla grillaða hamborgara og drykk gegn vægu gjaldi en frítt er inn á leikinn.

Um er að ræða fimmtándu umferð Grill 66-deildarinnar og er þetta þar með næstsíðasti heimaleikur Akureyrarliðsins í deildinni í vetur.

Stjarnan U er í 8.sæti deildarinnar en liðið hefur unnið fimm leiki og tapað átta. Liðið vann í síðustu umferð þegar Garðbæingarnir gerðu góða ferð á Selfoss og unnu fimm marka sigur á Mílan, 18-23. 

Markahæsti leikmaður Stjörnunnar U í vetur er Birgir Steinn Jónsson sem hefur gert 55 mörk í 12 leikjum. Næstmarkahæstur er Gunnar Valdimar Johnsen með 48 mörk í 8 leikjum. 

Okkar menn lentu í virkilegum vandræðum með Stjörnuna U þegar liðin mættust í Garðabæ þann 2.desember síðastliðinn. Fór að lokum svo að Akureyri vann sigur með minnsta mun, 25-26 eftir að hafa verið undir lengi vel, til að mynda þremur mörkum undir í leikhléi, 12-9. Karolis Stropus dróg vagninn í markaskorun í leiknum, skoraði alls 10 mörk en næstmarkahæstur Akureyrar var Hafþór Már Vignisson með 6 mörk. Áðurnefndur Gunnar Valdimar var markahæstur Stjörnunnar U með 9 mörk.

Við hvetjum alla Akureyringa og nærsveitunga til að fjölmenna í Höllina og hvetja okkar menn til sigurs í þessum mikilvæga leik.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira