Upphitun: Fram-Akureyri

Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar mönnum þar sem þeir halda suður yfir heiðar og mæta Fram í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins.

Ekki er langt síðan okkar menn heimsóttu Safamýrina þar sem þessi lið mættust í 5.umferð Olís-deildarinnar þann 13.október síðastliðinn. Þá höfðu Framarar betur með minnsta mun, 26-25. Smelltu hér til að lesa nánar um þann leik.

Í bikarkeppninni taka aðeins átta lið þátt í fyrstu umferðinni en þau tólf lið sem ekki voru dregin úr pottinum sitja hjá og fara beint í 16-liða úrslitin.

Leikur Fram og Akureyrar hefst klukkan 19:30 á morgun og vonumst við til að hægt verði að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Fram Live.

Við hvetjum hins vegar alla Akureyringa á höfuðborgarsvæðinu til að mæta í Safamýrina og styðja okkar menn til sigurs. 

Áfram Akureyri!Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira