Upphitun: Haukar U-Akureyri

Hart tekist á í fyrri viðureign liðanna
Hart tekist á í fyrri viðureign liðanna

Akureyri Handboltafélag heimsækir ungmennalið Hauka í fjórtándu umferð Grill 66-deildarinnar á morgun, laugardaginn 17.febrúar. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður leikinn í hinu goðsagnakennda íþróttahúsi við Strandgötu í Hafnarfirði.

Heldur betur skammt stórra högga á milli hjá strákunum en þetta er annar stórleikurinn á stuttum tíma hjá Akureyri Handboltafélagi. Haukar U eru í fjórða sæti deildarinnar með sautján stig eftir þrettán leiki. Þeir hafa unnið alla heimaleiki sína til þessa og unnu til að mynda öruggan sigur á KA í upphafi febrúar.

Orri Freyr Þorkelsson er markahæsti leikmaður Hauka U í Grill 66-deildinni; hefur skorað 75 mörk í tíu leikjum. Næstur er Hallur Kristinn Þorsteinsson með 56 mörk í tólf leikjum. 

Akureyri fékk Hauka U í heimsókn í Íþróttahöllina í 5.umferð þann 21.október síðastliðinn og unnu okkar menn öruggan níu marka sigur, 27-18 eftir að hafa leitt með fimm mörkum í leikhléi, 14-9. Hafþór Már Vignisson og Brynjar Hólm Grétarsson fóru fyrir liðinu í markaskorun, gerðu sex mörk hvor. Í liði Hauka var Orri Freyr Þorkelsson markahæstur með fjögur mörk en í liði Hauka U þann daginn voru reynsluboltarnir Elías Már Halldórsson og Matthías Árni Ingimarsson í leikmannahópnum.

Þá mun ungmennalið Akureyrar U einnig standa í stórræðum um helgina þar sem liðið mun leika þrjá leiki í 2.deildinni.

Föstudagur 16.febrúar

19:30 Stjarnan 2 - Þór 2 (TM-Höllin) 3.flokkur karla
20:15 Fjölnir U-Akureyri U (Dalhús)

Laugardagur 17.febrúar

09:15 Víkingur - Þór 2 (Víkin) 3.flokkur karla
11:15 Fjölnir/Fylkir - Þór (Fylkishöll) 3.flokkur karla
13:00 Þróttur U - Akureyri U (Laugardalshöll)
16:00 Haukar U - Akureyri (Strandgata)

Sunnudagur 18.febrúar

12:00 HK U - Akureyri U (Kórinn)

Við skorum á Akureyringa á höfuðborgarsvæðinu að fjölmenna í Strandgötu á morgun og hvetja strákana okkar til sigurs.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira