Upphitun: ÍR - Akureyri

Akureyri Handboltafélag heimsækir ÍR í 11.umferð Olís-deildarinnar sunnudaginn 2.desember næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 16:00 í Íþróttahúsinu Austurbergi í Breiðholti.

ÍR er í 8.sæti deildarinnar með átta stig eftir tíu leiki. ÍR-ingar hafa unnið þrjá leiki (ÍBV, Fram, og Gróttu), gert tvö jafntefli (KA og Haukar) en tapað fimm leikjum (Stjarnan, FH, Valur, Afturelding og Selfoss).

Markahæsti leikmaður ÍR í vetur er gamla brýnið og fyrrum landsliðsmaðurinn Sturla Ásgeirsson en hann hefur skorað 41 mark í 10 leikjum. Næstmarkahæstir eru Björgvin Þór Hólmgeirsson og okkar maður, Kristján Orri Jóhannsson með 38 mörk í 10 leikjum. Annar lykilmaður í liði ÍR er dansk-íslenski markvörðurinn Stephan Nielsen.

Í leikmannahópi ÍR eru fjórir fyrrum leikmenn Akureyrar því auk Kristjáns Orra (116 leikir fyrir AHF) leika þeir Bergvin Þór Gíslason (159 leikir fyrir AHF), Halldór Logi Árnason (144 leikir fyrir AHF) og Þrándur Gíslason (55 leikir fyrir AHF) með ÍR. Kristján og Bergvin Þór algjörir lykilmenn í liði ÍR en Bergvin hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Þá hefur Halldór Logi aðeins komið við sögu í einum leik í vetur en Þrándur Gíslason í sex leikjum.

Bergvin er þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu AHF og Kristján Orri er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu AHF með 542 mörk. Þá hefur þjálfari ÍR liðsins einnig markað djúp spor í sögu okkar félags því Bjarni Fritzson þjálfar ÍR-inga. Hann er markahæsti leikmaður AHF með 709 mörk í þeim 100 leikjum sem hann lék fyrir okkur árin 2010-2014 auk þess sem hann þjálfaði einnig liðið um tíma.

Við hvetjum alla Akureyringa á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Austurberg á sunnudaginn og hvetja okkar menn til sigurs í þessum mikilvæga leik. Fyrir þá sem ekki komast verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu á Facebook síðu handknattleiksdeildar ÍR. 

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira