Úrslitaleikur hjá Akureyri U

Tímabilið er undir hjá Akureyri U í kvöld
Tímabilið er undir hjá Akureyri U í kvöld

Ungmennalið Akureyrar leikur síðasta leik sinn í 2.deild karla þetta tímabilið í kvöld þegar FH U kemur í heimsókn í Höllina. Leikurinn hefst klukkan 18:30.

Mikilvægi leiksins er gríðarlegt þar sem Akureyri U getur tryggt sér 2.sæti deildarinnar með sigri. Takist Akureyri U að vinna mun liðið leika í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð.

FH U er sömuleiðis í möguleika á að ná 2.sætinu en liðið leikur gegn okkar drengjum í kvöld og heimsækir svo botnlið KA U á morgun.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í deildinni.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira