Vinningshafar í Orkuleik AHF

Handboltadagur Akureyrar Handboltafélags fór fram á Glerártorgi í gær þar sem ýmislegt skemmtilegt var í boði og litu fjölmargir gestir við.

Leikmenn félagsins mættu á svæðið og gerðu sér glaðan dag með stuðningsmönnum. Til að mynda var stillt upp handboltamarki framan við verslunina Imperial sem er einmitt eitt fjölmargra fyrirtækja sem eru í stuðningsliði félagsins.

Þá kynntu leikmenn Orku-lykilinn en handhafar hans njóta afar hagstæðra kjara á eldsneyti með því að hafa lykilinn tengdan við Akureyri Handboltafélag. Fjölmargir notfærðu sér aðstoð leikmanna við að skrá sig fyrir Akureyrarlykli Orkunnar en fyrir utan að handhafi lykilsins fái allt að 10 krónu afslátt sjálfur þá styrkir Orkan Akureyri Handboltafélag sérstaklega um eina krónu fyrir hvern keyptan lítra.

Þrír heppnir fá 10 þúsund króna inneign á lykilinn sinn. Vinningshafarnir eru Friðrik Þorbergsson, Friðjón G. Ólafsson og Benedikt Orri Pétursson.

Haft verður samband við vinningshafana eftir helgi.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira