Stuðningsmannalag

Fljótlega í kjölfarið á stofnun félagsins sumarið 2006 var ráðist í gerð stuðningsmannalags fyrir Akureyri Handboltafélag.

Björn Þórarinsson úr hljómsveitinni Mánum var fenginn til að sjá um verkið en ásamt því að semja lag og texta sá hann um alla helstu hljóðvinnslu lagsins. Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson var fenginn til að syngja lagið í hljóðveri.

Nokkrir þáverandi leikmenn Akureyrarliðsins voru fengnir til að syngja bakraddir en það voru þeir Andri Snær Stefánsson, Guðmundur Freyr Hermannsson, Magnús Stefánsson, Sveinbjörn Pétursson og Þorvaldur Þorvaldsson.

Lagið var frumflutt þann 6. desember 2006 í KA-Heimilinu á leik Akureyrar og Fram í 8-liða úrslitum SS-Bikarsins.

Smelltu hér til að hlusta á lagið

Texti lagsins

La-la-la...

Akureyri, Akureyri, handbolti er okkar fag
Akureyri, Akureyri, við eigum þennan leik í dag

Upp á pöllum öll svo öskrum við
Allir gera hark og skark
Gómum síðan boltann af gömlum sið
Og gerum alveg þrumumark!

La-la-la...

Upp í stúku allir stappa
Standa upp og klappa í senn
Bæjarstjórinn reynir að rappa
Og rokka fyrir sína menn

Akureyri, Akureyri, handbolti er okkar fag
Akureyri, Akureyri, við eigum þennan leik í dag

Akureyri, Akureyri, handbolti er okkar fag
Akureyri, Akureyri, við eigum þennan leik í dag

Akureyri, Akureyri, já handbolti er okkar fag
Akureyri, Akureyri, við eigum þennan leik í dag