10 krónu eldsneytisafsláttur með Orkulyklinum

Akureyri Handboltafélag og Orkan hafa endurnýjað eldra samkomulag sem felur í sér að þegar stuðningsmenn Akureyrar versla eldsneyti hjá Orkunni og Skeljungi fá þeir allt að 10 krónu afslátt á hvern eldsneytislítra. Þar að auki greiða fyrirtækin ákveðna upphæð til Akureyrar Handboltafélags.

Til að njóta þeirra kjara sem um ræðir þurfa stuðningsmenn að sækja um nýjan Orkulykil eða Orkukort og tilgreina að þeir tilheyri hópnum Akureyri Handboltafélag. Einnig geta menn valið sína stöð og fá þar alltaf 10 króna afslátt á lítrann. Ávinningur stuðningsmanna felst í afslætti á eldsneytisverði frá dæluverði, og er eftirfarandi:

  • 10 króna afsláttur fyrstu fimm skiptin sem lykillinn/kortið er notað.
  • Orkan veitir 8 krónu afslátt af hverjum lítra eftir það.
  • Shell veitir einnig 8 krónu afslátt af hverjum lítra eftir það.
  • Alltaf 10 krónu afsláttur á lítrann þegar þú tekur eldsneyti á þinni stöð.
  • 15 krónu afsláttur af lítra á afmælisdegi lykilhafa/kortahafa.

Auk þessa er afsláttur á ýmsum vörum á bensínstöðvum Shell og Orkunnar auk nokkurra samstarfsaðila (sjá á www.orkan.is).

Þessu til viðbótar fær Akureyri Handboltafélag eftirfarandi:

  • Orkan og Shell greiða 2.500 kr. á hvern útgefinn Orkulykil eftir að verslaðir hafa verið 150 lítrar (sem nemur 3-4 áfyllingum og af þeim eru 5 áfyllingar með 10 kr. afslætti á lítrann).
  • Akureyri handboltafélag fær 1 krónu af hverjum seldum lítra í gegnum þinn Orkulykil/Orkukort.

Við hvetjum alla stuðningsmenn Akureyrar til að verða sér úti um nýjan Akureyrar Orkulykil eða kort en þannig fæst töluvert hærri afsláttur heldur en með „venjulegum“ Orkulykli.

Þú getur náð þér í Akureyrar lykilinn gera hér á síðunni og gerist í tveimur skrefum, fyrst sækir þú um lykilinn og þegar hann berst þér í pósti eftir ca. 3-4 daga ferðu aftur inn á síðuna og virkjar lykilinn. Þeir sem eiga Orkulykil fyrir ættu einnig að sækja um nýjan til að fá þennan 10 krónu afslátt. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan.

Smelltu hér til að sækja um Orkulykil/kort.

Skref 1 - Sækja um Orkulykil/kort

Smelltu á myndina hér að neðan og fylltu út upplýsingar um þig og gættu þess að sé tilgreint að þú sért í hópnum Handbolti Akureyri. Mikilvægt er að velja sér stöð (sem gefur alltaf 10 krónu afslátt), hún getur verið hvar sem er. Hér á Akureyri eru í boði Orkan MýrarvegiOrkan Hvannavöllum og Shell við Hörgárbraut.
Þetta ætti að verða svipað og sýnt er hér að neðan, þú fyllir út í reitina, smellir á Næsta skref og færð þá upp aðra mynd með upplýsingunum um þig. Þar smellir þú á Senda umsókn um Orkulykil/kort til að ljúka umsóknarskrefinu:
Smelltu hér til að sækja um Orkulykil/kort.

Eftir þrjá til fjóra daga berst þér í pósti umslag frá Orkunni með lyklinum ásamt raðnúmeri lykilsins. Þá tekur þú seinna skrefið og virkjar lykilinn.

Skref 2 – Virkja Orkulykilinn/kortið

Þú virkjar lykilinn hér á vefnum t.d. með því að smella á myndina af Orkulyklinum hér til hliðar eða hringir í þjónustuver Orkunnar í síma 578 8800.

Þegar þú virkjar kortið þarftu að fylla út upplýsingar sem tengja lykilinn við greiðslukortið þitt líkt og hér er sýnt...


Smelltu hér til að virkja Orkulykilinn/kortið.

Smellir á Sækja og gefur í kjölfarið upp hefðbundnar kortaupplýsingur og þar með ætti allt að vera tilbúið og þú að fá góðan afslátt af eldsneytisverðinu.

Ef þú átt Orkulykil/Orkukort nú þegar

Eins og lýst er hér að ofan þá styður Orkan Akureyri Handboltafélag gegn viðskiptum stuðningsmanna sinna. Ef þú átt Orkulykil eða Orkukort en ert ekki viss hvort þú sért í stuðningshópi Akureyrar eða njótir þess afsláttar sem hér hefur verið lýst skaltu hafa samband við Orkuna, hringja í síma 578 8800 á skrifstofutíma og óska eftir að þinn lykill verði skráður á Akureyri Handboltafélag. Tökum höndum saman og gerum handboltann á Akureyri enn sterkari með samstilltu átaki.

 

Orkulykill