Sagan

Akureyri Handboltafélag var stofnað árið 2006 með sameiningu Þórs og KA. Eftir ellefu ára veru í efstu deild féll Akureyri úr Olís-deildinni vorið 2017 og í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á starfsemi félagsins. KA sagði sig úr samstarfinu og stofnaði nýtt lið og leika bæði Akureyri Handboltafélag og KA í Grill66-deildinni tímabilið 2017-2018.

Akureyri hefur fimm sinnum komist í úrslitakeppni efstu deildar og besti árangur félagsins er 2.sæti eftir tap gegn FH í úrslitarimmu vorið 2011. Sama ár náði félagið sínum besta árangri í bikarkeppni þar sem liðið varð einnig að sætta sig við silfurverðlaun eftir tveggja marka tap gegn Val í Laugardalshöll. Fyrstu gullverðlaun félagsins í meistaraflokki komu engu að síður þetta sama ár því Akureyri varð deildarmeistari og óhætt að segja að tímabilið 2010-2011 hafi verið besta tímabil í sögu félagsins til þessa. 

Akureyri2011

Tölulegar staðreyndir

Stærsti sigur: 51-15 sigur á HKR í bikarkeppninni 4. október 2008
Stærsti sigur í efstu deild: 
28-43 útisigur á ÍBV 15. mars 2008
Stærsti sigur í deildarkeppni:
42-24 heimasigur á Hvíta Riddaranum 17.nóvember 2017 og 15-33 útisigur á Mílan 3.febrúar 2018.

Besti árangur í efstu deild: 1.sæti 2011
Besti árangur í bikarkeppni: 2.sæti 2011
Besti árangur í úrslitakeppni: 2.sæti 2011

Leikjahæstu leikmenn félagsins

Andri Snær Stefánsson, 222 leikir.

Heiðar Þór Aðalsteinsson, 183 leikir.

Bergvin Þór Gíslason, 159 leikir.

Markahæstu leikmenn félagsins

Bjarni Fritzson, 709 mörk.

Oddur Gretarsson, 620 mörk.

Kristján Orri Jóhannsson, 542 mörk.

Flest varin skot í sögu félagsins

Sveinbjörn Pétursson, 1552.

Tomas Olason, 982.

Jovan Kukobat, 666.

Yngstur til að spila fyrir Akureyri

Geir Guðmundsson, 15 ára og 103 daga gamall. (Stjarnan-Akureyri, 4.desember 2008)

Elstur til að spila fyrir Akureyri

Sverre Andreas Jakobsson, 40 ára og 268 daga gamall.  (Akureyri-Þróttur, 3.nóvember 2017)


Síðast uppfært: Febrúar 2018